Bikarmeistararnir og Selfoss mætast í dag

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Auður Helga Halldórsdóttir í síðasta leik …
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Auður Helga Halldórsdóttir í síðasta leik liðanna í deildinni. Ljósmynd/Hákon Pálsson

Ríkjandi bikarmeistarar í Breiðablik mæta Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag. 

Í fyrra vann Breiðablik 4:3 gegn Val í undanúrslitum og svo Þrótt 4:0 í úrslitaleiknum. Til þess að komast í undanúrslit í ár vann Breiðablik Þrótt 3:1.

Breiðablik er í 2. sæti í deildinni með 28 stig, 4 stigum frá toppliði Vals. Síðast þegar Selfoss og Breiðablik mættust vann Breiðablik leikinn 1:0. 

Selfoss vann 4:1 gegn Þór/KA í 8-liða úrslitum í ár en þær duttu þar úr gegn Þótti í fyrra. Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 15 stig og hefur ekki skorað mark í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Mögulega ná þær að breyta því í bikarleik á heimavelli í dag.

Selfoss - Breiðablik klukkan 14.00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert