Magnús tekur við Fjölni á næsta tímabili

Fjölnir er með 4 stig eftir 14 leiki.
Fjölnir er með 4 stig eftir 14 leiki. Ljósmynd/Árni Sæberg

Magnús Haukur Harðarson mun taka við sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Fjölni á nýju tímabili. Þetta tilkynnti Fjölnir á heimasíðu sinni í dag.

Þeir Júlíus Ármann Júlíusson og Theódór Sveinjónsson munu klára tímabilið með liðinu en undir þeirra stjórn fór Fjölnir upp úr 2.deild yfir í næst efstu deild á síðasta tímabili.

Fjölnir er núna í næst síðasta sæti í Lengjudeildinni með fjögur stig þegar aðeins fjórir leikir eru eftir af tímabilinu.

Magnús Haukur er þjálfari hjá Val og meðal annars þjálfar hann KH, varalið Vals, í 2. deild kvenna.

mbl.is