Ásdís inn fyrir meidda Öglu Maríu

Ásdís Karen Halldórsdóttir er komin í landsliðshópinn.
Ásdís Karen Halldórsdóttir er komin í landsliðshópinn. mbl.is/Arnþór Birkisson

Valskonan Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið kölluð inn í landsliðshóp Íslands í fótbolta í staðinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur, leikmanns Breiðabliks, sem er að glíma við meiðsli.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á heimavelli og Hollandi á útivelli í undankeppni HM í næsta mánuði og getur Agla ekki tekið þátt í verkefninu.

Ásdís Karen hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmeistara og toppliðs Val í Bestu deildinni í sumar. Hún á einn skráðan A-landsleik en hún var hluti af B-liði Íslands er það mætti Eistlandi í æfingaleik í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka