Ísland skrefi á eftir Suður-Kóreu í Hwaseong

Cho Gue-sung í baráttunni við Róbert Orra Þorkelsson.
Cho Gue-sung í baráttunni við Róbert Orra Þorkelsson. AFP/Jung Yeon-je.

Song Min-kyu reyndist hetja Suður-Kóreu þegar liðið mætti Íslandi í vináttulandsleik í Hwaseong í Suður-Kóreu í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Suður-Kóreu en Min-kyu skoraði sigurmark leiksins á 33. mínútu.

Suður-Kórea byrjaði leikinn af miklum krafti og leikmenn íslenska liðsins áttu vandræðum með að tengja tvær til þrjár sendingar á milli sín.

Danijel Dejan Djuric fékk fyrsta og eina færi íslenska liðsins í fyrri hálfleik þegar hann komst aftur fyrir vörn Suður-Kóreu á 12. mínútu en skot hans fór beint á Kim Seung-gyu í marki Suður-Kóreu.

Kóreumenn fengu nokkur fín marktækifæri í fyrri hálfleik og það var svo Cho Gue-sung sem átti fábæra fyrirgjöf frá hægri á 33. mínútu, beint á kollinn á Min-kyu sem skoraði af stuttu færi í teignum með fallegum skalla.

Min-kyu var nálægt því að bæta við öðrum marki Suður-Kóreu á 61. mínútu en skot hans, rétt utan teigs, fór af varnarmönnum íslenska liðsins og rétt framhjá markinu.

Ísak Snær Þorvaldsson slapp einn í gegn tveimur mínútum síðar en í stað þess að reyna skot að marki úr þröngu færi ákvað hann að reyna fyrirgjöf sem Suður-Kóreumönnum tókst að hreinsa frá marki.

Suður-Kóreumenn voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks, án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri og lokatölur því 1:0 í Suður-Kóreu í dag.

Danijel Djuric og Daníel Hafsteinsson léku báðir sinn fyrsta A-landsleik í dag en Danijel var í byrjunarliði Íslands og Daníel kom inn á sem varamaður á 84. mínútu.

Yoon Jong-gyu og Danijel Dejan Djuric eigast við.
Yoon Jong-gyu og Danijel Dejan Djuric eigast við. AFP/Jung Yeon-je
Suður-Kórea 1:0 Ísland opna loka
90. mín. Daníel Hafsteinsson (Ísland) á skalla sem fer framhjá Daníel að minna á sig en skalli hans úr teignum fer rétt yfir markið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert