Þróttarar fá mikinn liðstyrk

Katie Cousins lék afar vel með Þrótti á síðasta ári.
Katie Cousins lék afar vel með Þrótti á síðasta ári. mbl.is/Unnur Karen

Knattspyrnudeild Þróttar úr Reykjavík hefur gengið frá samningi við bandaríska leikmanninn Katie Cousins. Kemur hún til Þróttar frá Angel City í heimalandinu en þar lék hún í atvinnudeildinni, NWSL, á síðasta tímabili.

Cousins lék afar vel með Þrótti sumarið 2021 og skoraði sjö mörk í 17 leikjum í efstu deild. Þá átti hún sinn þátt í að Þróttur fór alla leið í bikarúrslit.

Þróttur hefur einnig gengið frá samningi við Ingunni Haraldsdóttur til tveggja ára. Hún lék síðast með PAOK í Grikklandi, en hefur leikið með Val, HK/Víkingi og KR hér á landi, alls 69 leiki í efstu deild. Hún var fyrirliði KR 2021 en missti alveg af síðasta tímabili vegna meiðsla.

Þá hafa þær Sæunn Björnsdóttir, Jelena Tinna Kujundzic og Íris Dögg Gunnarsdóttir markvörður framlengt samning sinn við félagið. Þær hafa allar verið lykilmenn í liði Þróttar undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert