Breiðablik og Keflavík byrja á sigrum

Stefán Ingi Sigurðarson í leik með Breiðabliki gegn Keflavík sumarið …
Stefán Ingi Sigurðarson í leik með Breiðabliki gegn Keflavík sumarið 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lengjubikar karla í knattspyrnu hóf göngu sína í dag með tveimur leikjum. Breiðablik hafði betur gegn Selfossi í Fífunni í Kópavogi og Keflavík lagði KA að velli í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ.

Blikar lögðu Selfoss að velli, 3:1, í riðli 2.

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvívegis og Færeyingurinn Patrik Johannesen komst einnig á blað.

Guðmundur Tyrfingsson skoraði mark Selfyssinga úr vítaspyrnu.

Keflavík hafði betur gegn KA, 2:1, í riðli 4.

Sindri Þór Guðmundsson og Axel Ingi Jóhannesson skoruðu mörk Keflvíkinga.

Daníel Hafsteinsson skoraði mark Akureyringa.

Markaskorarar eru fengnir af Fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert