„Ég er næst markahæst“

Ísfold Marý, fyrir miðju, í leik dagsins á Víkingsvelli
Ísfold Marý, fyrir miðju, í leik dagsins á Víkingsvelli mbl.is/Eyþór

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir átti góðan leik í liði Þórs/KA og skoraði fyrra mark liðsins í 2:1 sigri Akureyringa á Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í Víkinni í dag.

Víkingar komust marki yfir eftir fimm mínútna leik en Ísfold jafnaði metin eftir fyrirgjöf Söndru Maríu Jessen rúmum tíu mínútum síðar. Ísfold ræddi við mbl.is eftir leikinn á Víkingsvelli.

„Við byrjuðum brösulega og fáum hundleiðinlegt mark á okkur en náðum okkar síðan á strik með mikilli baráttu og jöfnuðum“.

Ísfold skoraði fyrra mark Þórs/KA
Ísfold skoraði fyrra mark Þórs/KA mbl.is/Eyþór

Leikurinn var kaflaskiptur og liðin sóttu á báða bóga, Ísfold sagði hana alltaf hafa trú á því að Þór/KA næði að vinna í dag.

„Mér leið alltaf vel en auðvitað var óþægilegt þegar boltinn fer í slánna hjá okkur en við spiluðum vel á löngum köflum og vörðumst vel“.

Þór/KA er nú með níu stig eftir fjóra leiki og eru á góðu skriði, Ísfold er að mestu leiti sátt með fyrstu leiki liðsins í mótinu.

„Mér finnst byrjunin heilt yfir mjög góð, við byrjuðum á tapi fyrir Val sem hefði ekki þurft að enda þannig og síðan höfum við unnið þrjá í röð og erum ánægðar með það“.

Ísfold er fyrsti leikmaður Þórs/KA til að skora á tímabilinu fyrir utan Söndru Maríu Jessen, Sandra hefur skorað átta af níu mörkum liðsins, og Ísfold lauk viðtalinu með bros á vör og orðunum "ég er næst markahæst"

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert