Markalaust hjá Evrópumeisturunum

Anja Mittag og Jonna Andersson í baráttu um boltann í ...
Anja Mittag og Jonna Andersson í baráttu um boltann í leik Þjóðverja og Svía í kvöld. AFP

Áttfaldir Evrópumeistarar Þjóðverja urðu að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn Svíþjóð þegar þjóðirnar áttust við í B-riðli úrslitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu í Breda í Hollandi í kvöld.

Þjóðverjar, sem hafa unnið Evrópumótið síðustu sex skipti, réðu ferðinni lengst af leiksins en náðu ekki að brjóta á bak aftur vel skipulagða vörn Svíanna sem börðust eins ljón allan tímann. Þetta er fyrsta stig Svía gegn Þjóðverjum í 12 mótsleikjum.

Rússar eru þar með efstir í B-riðlinum en þeir unnu fyrr í dag lið Ítalíu, 2:1.

mbl.is