Höfðum lausnir á öllu

Lino Cervar.
Lino Cervar. AFP

Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króata í handknattleik, var ánægður með leik sinna manna gegn Íslendingum á Evrópumótinu í handknattleik í Split í gærkvöld en Króatar lönduðu sjö marka sigri, 29:22, og eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í A-riðlinum.

„Við spiluðum síðari hálfleikinn mjög vel, bæði í sókn og vörn. Við höfðum lausnir á öllu. Við spiluðum sjö á móti sex í sókninni og við vorum betri aðilinn í þessum leik. Úrslitin segja allt sem segja þarf,“ sagði hinn reyndi Lino Cervar eftir leikinn en Króatar eru til alls líklegir og stefna á að hampa Evrópumeistaratitlinum á heimavelli.

Króatar voru yfir í hálfleik, 14:13, en tóku svo öll völd í síðari hálfleik og innbyrtu öruggan sjö marka sigur en Króatar unnu Serba með tíu marka mun í fyrstu umferðinni.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin