Hér má sjá glæsimark Stanway

Boltinn syngur í netinu.
Boltinn syngur í netinu. AFP

Georgia Stanway skoraði sigurmarkið í 2:1 sigri Englands á Spáni í 8-liða úrslitum Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Brighton í kvöld. 

Með sigrinum komst England í undanúrslitin og mætir þar annaðhvort Belgíu eða Svíþjóð í Sheffield á þriðjudaginn í næstu viku. 

Stanway skrifaði undir þriggja ára samning við Bayern München fyrr í sumar og spilar þar með þeim Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Áður fyrr hafði hún leikið með Manchester City í sjö ár.

Hér fyrir neðan má sjá mark Stanley í Twitter-færslu frá RÚV.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. NÓVEMBER

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. NÓVEMBER

Útsláttarkeppnin