Enginn Íslendingur tilnefndur

Daninn Mikkel Hansen er tilnefndur í stöðu skyttu vinstra megin.
Daninn Mikkel Hansen er tilnefndur í stöðu skyttu vinstra megin. AFP

Almenningur getur tekið þátt í að velja úrvalslið á Evrópumótinu í handknattleik sem lýkur í Króatíu á sunnudaginn.

40 leikmenn hafa verið tilnefndir, fimm í hverri stöðu og fimm varnarmenn. Úrvalslið mótsins verður síðan valið með atkvæðum almennings og sérstakrar dómnefndar á vegum evrópska handknattleikssambandsins, EHF, og þá verður útnefndur besti leikmaður mótsins sem dómnefndin á vegum EHF mun velja.

Enginn Íslendingur er í hópi þeirra 40 leikmanna sem hafa verið tilnefndir þar sem Frakkar, Danir, Svíar, Norðmenn og Spánverjar eiga 5 leikmenn hver þjóð og Króatar fjóra.

Þessir leikmenn hafa verið tilnefndir:

Markverðir:

Vincent Gerard - Frakklandi

Mikael Appelgren - Svíþjóð

Jannick Green - Danmörku

Andreas Wolff - Þýskalandi

Torbjorn Bergerud - Noregi

Vinstra horn:

Kentin Mahe - Frakklandi

Andrei Yurynok - H-Rússlandi

Manuel Strlek - Króatíu

Valero Rivera - Spáni

Jerry Tollbring - Svíþjóð

Skyttur vinstra megin:

Mikkel Hansen - Danmörku

Uladzislau Kulesh - H-Rússlandi

Borut Mackovsek - Slóveníu

Filip Taleski - Makedóníu

Simon Jeppson - Svíþjóð

Miðjumenn:

Sander Sagosen - Noregi

Rasmus Lauge - Danmörku

Luka Cindric - Króatíu

Nikola Karabatic - Frakklandi

Ondrej Zdrahala - Tékklandi

Línumenn:

Bjarte Myrhol - Noregi

Adrian Figueras - Spáni

Stojanche Stoilov - Makedóníu

Blaz Blagotinsek - Slóveníu

Jesper Nielsen - Svíþjóð

Skyttur hægra megin:

Albin Lagergren - Svíþjóð

Kent Robin Tonnesen - Noregi

Alex Dujshebaev - Spáni

Luka Stepancic - Króatíu

Peter Balling - Danmörku

Hægra horn:

Kristian Bjornsen - Noregi

Valentin Porte - Frakklandi

Gasper Marguc - Slóveníu

Hans Lindberg - Danmörku

Ferran Sole - Spáni

Varnarmenn:

Pavel Horak - Tékklandi

Finn Lemke - Þýskalandi

Jakov Gojun - Króatíu

Adrien Dipanda - Frakklandi

Gedeon Guardiola - Spáni

Hér er hægt að taka þátt í valinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert