Búnir að grafa stríðsöxina? - myndskeið

Alex Neil, knattspyrnustjóri Norwich.
Alex Neil, knattspyrnustjóri Norwich. AFP

Skotinn Alex Neil, knattspyrnustjóri Norwich City, er í þann veginn að ganga frá kaupum á landa sínum, Steven Naismith, frá Everton. Fyrir nokkrum árum lenti þeim hressilega saman í leik.

Þeir mættust þá með liðum sínum í skosku úrvalsdeildinni en Neil lék með Hamilton í tíu ár, frá 2005 til 2015, og var jafnframt stjóri liðsins tvö síðustu árin. Naismith lék með Rangers frá 2007 til 2012 en fór þá til Everton.

Viðskipti Neils og Naismiths má sjá hér fyrir neðan en Neil er þarna í þverröndóttum búningi Hamilton og Naismith í bláum búningi Rangers. Væntanlega fer mun betur á með þeim félögum í dag!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert