Tilbúnir í átök við Costa

Costa ýtti Laurent Koscielny harkalega frá sér í fyrri leik ...
Costa ýtti Laurent Koscielny harkalega frá sér í fyrri leik liðanna. Skjáskot/Telegraph

Arsene Wenger, kanttspyrnustjóri Arsenal, segir að sínir menn verði að vera tilbúnir að berjast við sóknarmanninn Diego Costa þegar Arsenal tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Costa var miðpunktur athyglinnar í fyrri leik liðanna en brasilíski varnarmaðurinn Gabriel var rekinn af leikvelli eftir að hafa lent í stimpingum við Costa.

„Við verðum að einbeita okkur að okkur og reyna að gleyma Diego Costa. Hins vegar verðum við að vera tilbúnir í bardaga vegna þess að Costa er tilbúinn í átök. Þegar þangað er komið er dómarans að meta hvað skal gera,“ sagði Wenger.

Gabriel fékk eins leiks bann, í stað þriggja eins og venjan er, fyrir rauða spjaldið í fyrri leik liðanna. Diego Costa var hins vegar dæmdur í þriggja leikja bann fyr­ir að hrinda Laurent Koscielny niður í sama leik.

mbl.is