Vilja Rooney á bekkinn

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Fjölmargir stuðningsmenn enska landsliðsins kalla eftir því að fyrirliðinn Wayne Rooney verði í hlutverki varamanns á EM í Frakklandi í sumar.

Rooney var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla þegar Englendingar unnu frækinn 3:2 sigur á Þjóðverjum í Berlín eftir að hafa verið 2:0 undir.

Harry Kane og Jamie Vardy skoruðu báðir í kvöld og vilja margir að þeir verði í liðinu á kostnað fyrirliðans Rooney en margir stuðningsmenn enska landsliðsins skrifuðu á twitter síður sínar og kröfðust þess að Roy Hodgson landsliðsþjálfari settu Rooney á bekkinn.

mbl.is