Jóhann Berg og félaga þyrstir í sigur

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson og félaga hans í Burnley þyrstir í sigur en Burnley hefur ekki unnið leik frá því liðið vann Stoke, 1:0, það 12. desember á síðasta ári.

Síðan þá hefur Burnley spilað 11 leiki í röð án sigurs, tíu í deildinni og einum í bikarkeppninni. Í þessum leikjum hefur Burnley tapað sex leikjum.

Burnley, sem er í 7. sæti, fær gott tækifæri á morgun til að komast aftur á sigurbraut en þá fær liðið Southampton í heimsókn en Southampton er í fallsæti, situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Fullvíst má telja að Jóhann Berg verði í byrjunarliði Burnley en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu. Jóhann hefur skorað tvö mörk í deildinni, gegn Liverpool og Manchester City, og hefur lagt upp fimm mörk, fleiri en nokkur annar í liði Burnley.

mbl.is