Carragher settur af út tímabilið

Jamie Carragher.
Jamie Carragher. AFP

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, hefur verið settur af í starfi sínu út þetta tímabil hjá sjónvarpsstöðinni.

Carrag­her hrækti inn um bíl­rúðu og lenti slumman í and­liti 14 ára gam­all­ar stúlku eftir leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. At­vikið náðist á mynd­band sem fór í dreif­ingu um allt netið og sam­fé­lags­miðla.

Í kjölfarið var Carragher kallaður á fund hjá yfirmönnum Sky Sports og var tímabundið settur í leyfi en nú hefur verið ákveðið að hann mun ekki starfa fyrir Sky meira á þessu tímabili en Carragher hefur verið álitsgjafi hjá sjónvarpsstöðinni og hefur ásamt Gary Neville verið með vin­sæl­an sjón­varpsþátt í kring­um leiki í enska fót­bolt­an­um á mánu­dags­kvöld­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert