Mesta eftirsjáin í Ronaldo

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Arsene Wenger segist sjá mest eftir því á ferli sínum sem knattspyrnustjóri Arsenal að hafa ekki fengið Portúgalann Cristiano Ronaldo til liðs við sig en Wenger kvaddi Arsenal um síðustu helgi eftir 22 ára starf hjá félaginu.

Wenger keypti nokkra frábæra leikmenn til Arsenal. Leikmenn eins og Thierry Henry, Robert Pires, Cesc Fabregas og Mesut Özil en varð undir í baráttunni við Manchester United um að fá Cristiano Ronaldo árið 2003.

„Ronaldo kom til okkar ásamt móður sinni og hann var nálægt því að ganga til liðs við Arsenal. En þá kom Manchester United til skjalanna sem hafði Carlos Queiroz sem þjálfara. United spilaði á móti Sporting Lissabon og eftir þann leik samdi United við hann,“ segir Wenger á vef Arsenal.

„Þú getur ímyndað þér á þessum tíma hvernig það hefði verið að vera með Thierry Henry og Ronaldo á sama tíma. Það hefði klárlega breytt svolítið sögu minni hjá félaginu,“ segir Wenger og bætir því að Arsenal hafi ekki getað keppt við Manchester United sem bauð 12 milljónir punda í Ronaldo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert