Hyggst hvíla Maguire

Harry Maguire.
Harry Maguire. AFP

Claude Puel, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City, hyggst hvíla landsliðsmanninn Harry Maguire, sem nýlega gerði nýjan fimm ára samning við félagið.

Maguire hefur spilað alls 63 leiki frá byrjun síðustu leiktíðar, þar af sjö leiki með Englendingum á HM í sumar þar sem Englendingar komust alla leið í undanúrslitin. Puel hefur skynjað þreytu hjá miðverðinum öfluga, sem var einn besti leikmaður Englendinga á HM í sumar.

Leicester tekur á móti Huddersfield á laugardaginn en Leicester-liðið er í 10. sæti deildarinnar með 6 stig eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert