Origi tryggði ótrúlegan sigur

Divock Origi skoraði sigurmark Liverpol í kvöld og fagnar því …
Divock Origi skoraði sigurmark Liverpol í kvöld og fagnar því hér. AFP

Di­vock Origi tryggði Li­verpool al­gjör­lega ótrú­leg­an sig­ur á Evert­on, 1:0, í granna­slag liðanna í dag í ensku úr­vals­deild­inni. Mark Origi kom á síðustu and­ar­tök­um leiks­ins eft­ir hræðileg mis­tök hjá Jor­d­an Pickford í marki Evert­on.

Li­verpool er með 36 stig í 2. sæt­inu. Gylfi Þór Sig­urðsson og fé­lag­ar í Evert­on hafa 22 stig í 6. sæti en Gylfi lék 90 mínútur í dag.

Það voru hins vegar ekki fimleg tilþrif Liverpool sem tryggðu liðinu sigurinn heldur skelfileg mistök markvarðar Everton, Jordan Pickford.

Herfilega misheppnað skot varnarmannsins Virgil van Dijk virtist á leiðinni hátt yfir markið á 96. mínútu leiksins. Það endaði hins vegar nánast ofan á markslá Everton en virtist vera á leið þaðan og yfir. Pickford vildi hins vegar ekki hætta á það og blakaði boltanum ofan á markslána á ný, þaðan skoppaði boltinn niður og beint á varamanninn Divock Origi sem setti knöttinn í autt markið. Origi var að leika sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Annars var leikurinn í járnum frá upphafsflauti dómarans en heimamenn í Liverpool voru þó ívið líklegri í sókninni. Sadio Mané var einna líflegastur fram á við í liði Liverpool í dag og komst nokkrum sinnum í góð færi. Þá komst Shaqiri einn í gegn á 34. mínútu en skot hans fór beint í Jordan Pickford í markinu.

Í fyrri hálfleik voru það hins vegar liðsmenn Everton sem næst komust því að skora. André Gomes átti þá skalla inni í markteig en skalli hans fór beint á Alisson í marki Liverpool

Origi kom inn á fyrir Roberto Firmino í kvöld en Brasilíumaðurinn hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili. Origi komst líklega næst Liverpool-mönnum að skora mark áður en hann skoraði sigurmarkið en á 88. mínútu skaut hann knettinum af stuttu færi í þverslá.

Divock Origi skýtur í slána.
Divock Origi skýtur í slána. AFP

Skömmu síðar þrumaði Daniel Sturridge knettinum í hönd Gylfa Þórs innan vítateigs en dómarinn mat það sem svo að ekki væri um vítaspyrnu að ræða.

 Þegar leikurinn virtist vera að fjara út í jafntefli, sem voru líklega sanngjörn úrslit, gerði Pickford aftur á móti mistökin örlagaríku, og sigurinn Liverpool-megin í þetta skiptið.

Liverpool 1:0 Everton opna loka
96. mín. Divock Origi (Liverpool) skorar 1:0! MAAAAAAAAAARK. Divock Origi skorar hreint út sagt ótrúlegt mark. Virgil van Dijk á hörmulega misheppnað skot sem endar þó með því að skoppa tvisvar á þverslánni. Jordan Pickford átti að getað handsamað boltann en misreiknaði sig illilega. Origi var fyrstur til að átta sig á því sem fór fram og skallaði boltann hreinlega í netið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert