Mané og Lovren úr leik hjá Liverpool

Sadio Mané.
Sadio Mané. AFP

Sadio Mané og Dejan Lovren verða ekki með Liverpool þegar liðið sækir spútniklið Bournemouth í heimsókn í hádeginu á morgun.

Báðir glíma þeir við meiðsli og eru ekki leikfærir en Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool staðfesti það á fréttamannafundi í dag.

Vinni Liverpool sigur á morgun kemst liðið upp í efsta sæti alla vega um stundarsakir því topplið Manchester City á ekki leik fyrr en síðdegis á morgun. City á erfiðan leik fyrir höndum en liðið sækir Chelsea heim á Stamford Bridge.

Liverpool er í 2. sæti með 39 stig eftir 15 umferðir og hefur aldrei byrjað betur í deildinni í 126 ára sögu félagsins.

Bournemouth hefur gert það gott á leiktíðinni en strákarnir hans Eddie Howie eru í 7. sæti deildarinnar með 23 stig.

„Það verður gaman að komast á toppinn ef við vinnum en líklega mun það verða bara í nokkra klukkutíma,“ sagði Klopp við fréttamenn í dag.

mbl.is