Vill fara til Kína

Marko Arnautovic veifar til stuðningsmanna West Ham á laugardaginn.
Marko Arnautovic veifar til stuðningsmanna West Ham á laugardaginn. AFP

West Ham hafnaði fyrir helgina tilboði frá kínverska liðinu Shanghai SIPG í austurríska sóknarmanninn Marko Arnautovic.

Tilboð kínverska liðsins hljóðaði upp á 35 milljónir punda en því tilboði höfnuðu forráðamenn West Ham og sögðu leikmanninn ekki vera til sölu. Að því er fram kemur í enska blaðinu The Times í dag hyggst Shanghai hækka tilboð sitt í Arnautovic og er reiðbúið að greiða 45 milljónir punda fyrir Austurríkismanninn.

Michail Antonio, liðsfélagi Arnautovic hjá West Ham, sagði eftir sigurinn gegn Arsenal á laugardaginn að leikmaðurinn vilji fara til Kína. Arnautovic var tekinn af velli á 70. mínútu í leiknum á móti Arsenal. Hann veifaði til stuðningsmanna West Ham þegar hann gekk af velli og það mátt sjá á látbragði Austurríkismannsins að hugur hans er kominn til Kína en ku fá 200 þúsund pund í vikulaun hjá Shanghai gangi hann í raðir félagsins. Sú upphæð jafngildir rúmlega 30 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert