Lacazette baðst afsökunar

Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette. AFP

Franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette í liði Arsenal hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk að líta í 1:0 tapi Arsenal gegn BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld.

Lacazette var sendur í bað þegar fimm mínútur voru eftir fyrir að gefa mótherja sínum olnbogaskot í andlitið og hann verður því ekki með þegar liðin eigast við á Emirates Stadium.

Ég hefði átt að halda ró minni og ég biðst afsökunar. Það eru enn 90 mínútur eftir og ég trúi því að liðsfélagar mínir tryggi okkur áfram í næstu umferð,“ skrifaði Frakkinn á Twitter-síðu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert