City valtaði yfir Watford og vann þrennuna

Manchester City með enska bikarinn á Wembley.
Manchester City með enska bikarinn á Wembley. AFP

Manchester City vann afar sannfærandi 6:0-sigur á Watford í úrslitaleik enska bikarsins í fótbolta á Wembley í dag. Með sigrinum fullkomnaði Manchester City þrennuna, en liðið vann enska bikarinn, enska deildabikarinn og ensku deildina á leiktíðinni. 

City er fyrst allra liða sem vinnur alla þrjá stærstu titla enska boltans á sömu leiktíð. Það tók David Silva 26. mínútur að skora fyrsta markið og tólf mínútum síðar bætti Raheem Sterling við fyrsta marki sínu af þremur. 

Varamaðurinn Kevin De Bruyne bætti við þriðja marki City á 31. mínútu og hann lagði svo upp fjórða markið á Gabriel Jesus á 68. mínútu. Sterling bætti svo við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútum og gulltryggði sigur Manchester City. 

Mörk City hefðu getað orðið enn fleiri og fór John Stones t.d illa með dauðafæri í blálokin. Watford átti sín augnablik, sérstaklega í fyrri hálfleik, en um leið og City skoraði fyrsta markið, var ekki að spyrja að leikslokum. 

Kevin De Bruyne skorar í dag.
Kevin De Bruyne skorar í dag. AFP
Man. City 6:0 Watford opna loka
90. mín. John Stones (Man. City) á skot sem er varið Í dauðafæri eftir snögga sókn en Gomes ver mjög vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert