Watford: Áhrifavaldurinn Elton John

Ismaila Sarr er dýrasti leikmaður í sögu Watford en hann …
Ismaila Sarr er dýrasti leikmaður í sögu Watford en hann kostaði 30 milljónir punda í sumar. AFP

Watford er á leið inn í sitt fimmta tímabil í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið kemur frá samnefndri borg skammt norðvestan við London þar sem tæplega 100.000 manns búa.

Félagið var stofnað árið 1881 og hét fyrst um sinn Watford Rovers en því var breytt árið 1898 og hefur nafn félagsins verið Watford allar götur síðan.

Bikarsafn félagsins er ansi þunnskipað en Watford hefur aldrei unnið stóran titil. Félagið hafnaði í öðru sæti í ensku bikarkeppninni, síðasta vor, en Watford tapaði 6:0 á Wembley fyrir Manchester City í úrslitaleik. Þá endaði liðið í öðru sæti ensku deildarinnar tímabilið 1982-83 með 71 stig, 11 stigum minna en topplið Liverpool, en Watford var nýliði í deildinni það ár.

Það var jafnframt fyrsta tímabil Watford í efstu deild en uppgangur liðsins var í raun lygilegur á árunum 1977 til ársins 1987. Stórsöngvarinn Elton John keypti félagið árið 1976 og tók þá við stjórnarformennsku en hann hefur alla tíð verið mikill stuðningsmaður liðsins. Markmið hans var fyrst og fremst að koma liðinu í efstu deild en Watford lék í ensku D-deildinni þegar Elton tók völdin.

Hans fyrsta verk var að reka Mike Kean og var Graham Taylor ráðinn í hans stað árið 1977. Hann stýrði liðinu í tíu ár og það tók hann aðeins sex ár að koma liðinu upp í efstu deild. John Barnes og Luther Blissett fóru mikinn í framlínu Watford í stjóratíð Taylor en Blissett skoraði 27 deildarmörk þegar Watford endaði í öðru sæti efstu deildar, tímabilið 1982-83, og Barnes, sem síðar gerði garðinn frægan með Liverpool, gerði 10 mörk.

Elton John seldi félagið árið 1987 en keypti það aftur árið 1997. Aftur fór liðið upp úr ensku C-deildinni og upp í úrvalsdeildina á þremur árum í stjórnartíð Eltons en liðið féll í ensku B-deildina vorið 2000, og Elton seldi félagið á ný tveimur árum síðar.

Danny Welbeck skrifaði undir þriggja ára samning við Watford eftir …
Danny Welbeck skrifaði undir þriggja ára samning við Watford eftir að yfirgefið Arsenal á frjálsri sölu. Ljósmynd/@WatfordFC


Watford endaði í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en liðið hefur verið á ákveðinni uppleið síðan Javi Gracia tók við stjórnartaumunum í janúar 2018. Félagið hefur ekki gert miklar breytingar á leikmannahóp sínum á milli ára en Ismalia Sarr varð dýrasti leikmaður í sögu félagsins í sumar þegar Watford borgaði Rennes 30 milljónir punda fyrir leikmanninn. Þá er framherjinn Danny Welbeck einnig kominn til félagsins á frjálsri sölu frá Arsenal.

Félagið hefur ekki misst neina stóra pósta frá síðustu leiktíð þrátt fyrir að margir leikmenn liðsins hafi verið eftirsóttir eftir góða frammistöðu síðasta vetur. Miðjumaðurinn Abdoulaeye Doucouré var afar eftirsóttur af stærri liðum en félaginu tókst að halda honum og er markmið Watford fyrst og fremst að gera betur en á síðustu leiktíð og tryggja sér sæti í Evrópukeppni á þar næstu leiktíð.

Knattspyrnustjórinn Javi Garcia ásamt fyrirliðanum Troy Deeney sem er jafnframt …
Knattspyrnustjórinn Javi Garcia ásamt fyrirliðanum Troy Deeney sem er jafnframt markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 228 mörk. Gracia er 49 ára Spánverji sem áður stýrði m.a. Rubin Kazan, Málaga, Osasuna og Almería og lék sjálfur lengst með Real Sociedad og Athletic Bilbao. AFP

Knattspyrnustjóri: Javi Gracia (Spáni) frá 21. janúar 2018.
Lokastaðan 2018-19: 11. sæti.
Heimavöllur: Vicarage Road, Watford, 22.200 áhorfendur.
Besti árangur: 2. sæti 1983.
Íslenskir leikmenn: Jóhann Birnir Guðmundsson (1998-2000), Heiðar Helguson (2000-2005 og 2009-2010), Brynjar Björn Gunnarsson (2004-2005)

Komnir:
  8.8. Ismalia Sarr frá Rennes (Frakklandi)
  7.8. Danny Welbeck frá Arsenal
25.7. Tom Dele-Bashiru frá Manchester City
  1.7. Craig Dawson frá WBA

Farnir:
  1.8. Dodi Lukebakio til Hertha Berlín (Þýskalandi - var í láni hjá Düsseldorf)
25.7. Ben Wilmot til Swansea (lán)
Óvíst: Miguel Britos

Markverðir:
  1 Heurelho Gomes
26 Ben Foster
35 Daniel Bachmann

Varnarmenn:
  2 Daryl Janmaat
  4 Craig Dawson
  5 Sebastian Prödl
  6 Adrian Mariappa
11 Adam Masina
15 Craig Cathcart
21 Kiko Femenía
22 Marvin Zeegelaar
25 José Holebas
27 Christian Kabasele
36 Dimitri Foulquier

Miðjumenn:
  8 Tom Cleverley
12 Ken Sema
14 Nathaniel Chalobah
16 Abdoulaye Doucouré
19 Will Hughes
20 Domingos Quina
24 Tom Dele-Bashiru
29 Étienne Caopue
37 Roberto Pereyra

Sóknarmenn:
  3 Filip Stuparevic
  7 Gerard Deulofeu
  9 Troy Deeney
10 Danny Welbeck
17 Adalberto Penaranda
18 Andre Gray
23 Ismalia Sarr
33 Stefano Okaka
Cucho Hernández
Isaac Success

Þetta er átjánda grein­in af 20 um liðin sem leika í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu keppn­is­tíma­bilið 2019-2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert