Mörkin þegar Villa vann Gylfa (myndskeið)

Nýliðar Aston Villa eru komnir með sín fyrstu þrjú stig í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu eftir 2:0-sigur á Everton í fyrsta leik þriðju umferðarinnar í kvöld.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar áttu erfitt uppdráttar í leiknum, en Gylfi var tekinn af velli eftir klukkutíma. Brasilíski framherjinn Wesley kom Aston Villa yfir í fyrri hálfleik og hann átti svo stóran þátt í því að leggja upp annað markið fyrir Anwar El Ghazi í uppbótartíma og niðurstaðan 2:0.

Everton hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni en er engu að síður með fjögur stig.

Wesley var frábær fyrir Aston Villa gegn Michael Keane og ...
Wesley var frábær fyrir Aston Villa gegn Michael Keane og félögum í Everton. AFP
mbl.is