Mané hefur aldrei tapað á Anfield í deildinni

Sadio Mané fagnar marki með Liverpool.
Sadio Mané fagnar marki með Liverpool. AFP

Sadio Mané leikur á laugardaginn sinn 50. heimaleik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar Evrópumeistararnir fá Newcastle í heimsókn á Anfield.

Mané hefur aldrei verið í tapliði í þeim 49 leikjum sem hann hefur spilað með Liverpool á Anfield en liðið hefur unnið 40 þessara leikja og gert níu jafntefli. Mané lék einn leik með Southampton á Anfield. Það var í október 2015 þar sem úrslitin urðu 1:1 og jafnaði Senegalinn fyrir Southampton í þeim leik.

Mané á metið í ensku úrvalsdeildinni hvað þetta varðar og liðsfélagi hans, Mohamed Salah, kemur næstur en hann hefur spilað 41 heimaleik með Liverpool án taps.

mbl.is