Meðallaunin 36 milljónir á mánuði (myndskeið)

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, gerði innslag fyrir þáttinn Völlurinn á Síminn sport. Þar fer hann yfir peningamál í ensku úrvalsdeildinni og kemur margt áhugavert fram. 

„Meðallaunin eru 36 milljónir króna á mánuði,“ byrjaði Björn. „Miklu hærri laun en launahæsti maðurinn í íslensku kauphöllinni fær. Launin eru hæst í ensku úrvalsdeildinni og um þriðjungi hærri en á Spáni.“ 

Í innslaginu má sjá aukinn launakostnað Liverpool og Everton á síðustu þremur árum og að Alexis Sánchez og David De Gea séu á himinháum launum. Þá er launajöfnuðurinn mun meiri í ensku deildinni en öðrum stóru deildum í Evrópu. 

Þetta áhugaverða innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Alexis Sanchez var launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Alexis Sanchez var launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert