Leicester gekk af göflunum (myndskeið)

Leicester gekk af göflunum þegar liðið heimsótti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 9:0-sigri Leicester en þetta var stærsti útivallarsigur í efstu deild karla á Englandi frá upphafi. 

Ben Chilwell, Youri Tielemans og Jamie Vardy skoruðu sitt markið hver í fyrri hálfleik. Ayoize Perez skoraði tvívegis og því var staðan 5:0 í hálfleik. Perez og James Maddison bætti svo við sitt hvoru markinu í síðari hálfleik.

Jamie Vardy innsiglaði þrennuna í uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu en hann hafði áður skorað sjöunda mark liðsins á 58. mínútu. Leicester fór með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar í 20 stig en Southampton er í átjánda sætinu með 8 stig.

Leicester skoraði níu mörk gegn Southampton í gær.
Leicester skoraði níu mörk gegn Southampton í gær. AFP
mbl.is