Hlýtur að hleypa lífi í United (myndskeið)

Manchester United fagnaði sínum fyrsta útisigri í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu í gær þegar liðið hafði betur gegn nýliðum Norwich 3:1.

Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Magnús Már Einarsson ræddu frammistöðu Manchester United í þættinum Völlurinn á Síminn Sport í gær.

„Þessi sigur hlýtur að hleypa lífi í United og gefa Solskjær rými til að gera einhverja hluti. United spilaði góðan bolta og markið hjá Martial var frábært og eitthvað annað en við höfum verið að sjá,“ sagði Bjarni Þór en í þættinum en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá spjall þeirra félaga.

Anthony Martial fagnar marki sínu gegn Norwich í gær.
Anthony Martial fagnar marki sínu gegn Norwich í gær. AFP
mbl.is