Vardy fyrstur í tveggja stafa tölu

Jamie Vardy.
Jamie Vardy. AFP

Jamie Vardy, framherji Leicester City, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveggja stafa tölu í markaskorun í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar hann innsiglaði sigur sinna manna gegn Crystal Palace í gær.

Þetta var tíunda mark Vardys í deildinni á leiktíðinni og er hann markahæstur, hefur skorað einu marki meira en næstu menn.

Markahæstu leikmenn:

10 - Jamie Vardy, Leicester
 9 - Sergio Agüero, Manchester City
 9 - Tammy Abraham, Chelsea
 8 - Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal
 7 - Raheem Sterling, Manchester City
 6 - Harry Kane, Tottenham
 6 - Sadio Mané, Liverpool
 6 - Teemu Pukki, Norwich
 5 - Mohamed Salah, Liverpool
 5 - Marcus Rashford, Manchester United
 

mbl.is