Stoke í viðræðum við landsliðsþjálfara

Michael O'Neill.
Michael O'Neill. AFP

Enska B-deildarfélagið Stoke City hefur sett sig í samband við knattspyrnusamband Norður-Írlands til að ræða við Michael O'Neill, landsliðsþjálfara karlaliðsins. Stoke, sem er í botnsæti B-deildarinnar, leitar að eftirmanni Nathan Jones sem var rekinn 1. nóvember. 

O'Neill hefur þjálfað Norður-Íra í átta ár og fór með liðið alla leið í sextán liða úrslit á EM í Frakklandi. Þar sem O'Neill er samningsbundinn knattspyrnusambandinu þarf Stoke að greiða fyrir þjálfarann. 

Stoke hefur aðeins unnið tvo leiki til þessa á tímabilinu sem varð til þess að Jones, sem gerði mjög góða hluti með Luton, var látinn taka pokann sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert