Chelsea upp fyrir Man. City

Christian Pulisic skorar og skorar.
Christian Pulisic skorar og skorar. AFP

Chelsea er komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:0-heimasigur á Crystal Palace í fyrsta leik 12. umferðarinnar í dag. Chelsea hefur unnið sex deildarleiki í röð. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Tammy Abraham fyrra mark Chelsea á 52. mínútu og Christian Pulisic bætti við öðru marki á 79. mínútu og þar við sat. Pulisic er búinn að skora í þremur leikjum í röð, alls fimm mörk. 

Chelsea er með 26 stig, einu stigi meira en City í þriðja sæti og fimm stigum á eftir Liverpool. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Chelsea 2:0 Crystal Palace opna loka
90. mín. Michy Batshuayi (Chelsea) á skot framhjá Skot í varnarmann og boltinn fer hárfínt framhjá stönginni.
mbl.is