Tveir lykilmenn Liverpool úr leik

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool. AFP

Liverpool verður án tveggja lykilmanna þegar liðið sækir Crystal Palace heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Sky Sports greinir frá því að sóknarmaðurinn Mohamed Salah og bakvörðurinn Andy Robertson verði fjarri góðu gamni í leiknum á móti Palace. Báðir glíma þeir við ökklameiðsli og gátu ekki tekið þátt í leikjum með landsliðum sínum.

Liverpool er með átta stiga forskot á Leicester og Chelsea í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið 11 leiki og gert eitt jafntefli. Crystal Palace er í 12. sæti deildarinnar, 19 stigum á eftir Liverpool.

mbl.is