„Alltaf leiðinlegt þegar stjórar eru reknir“

Jose Mourinho brosmildur á æfingu Tottenham-liðsins.
Jose Mourinho brosmildur á æfingu Tottenham-liðsins. AFP

„Ég er svo ánægður hér að ég get ekki einu sinni hugsað um hafa valið nokkurt annað félag. Þú gætir boðið mér starf hjá hvaða félagi sem er í heiminum og ég myndi ekki fara héðan,“ sagði José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, spurður hvort hann hefði haft áhuga á því að taka við Arsenal.

Líkt og greint var frá í morgun var Unai Emery, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal, sagt upp störfum í morgun. Þá hefur Sky Sports greint frá því að José Mourinho hafi verið efstur á óskalista stjórnarmanna Arsenal sem næsti stjóri félagsins.

Aðspurður sagðist Mourinho finna til með Emery. „Það er alltaf leiðinlegt þegar stjórar eru reknir, en svona er lífið. Ég þekki þetta sjálfur,“ sagði Mourinho

mbl.is