Emery rekinn frá Arsenal

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP

Unai Emery hefur verið rekinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Þetta var niðurstaða á fundi stjórnar félagsins í morgun, en meirihluti stjórnarinnar vildi reka Emery.

Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að aðstoðarþjálfarinn Freddie Ljungberg taki nú við stjórnartaumunum til bráðabirgða. Þar er Emery jafnframt þakkað fyrir störf sín í þágu félagsins og óskað velfarnaðar í framtíðinni. 

Emery tók við Arsenal í maí í fyrra af Arsene Wenger sem hafði stýrt liðinu í fjölda ára. Gengi liðsins á tímabilinu hefur ekki þótt standa undir væntingum. Arsenal situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig eftir 13 umferðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert