Arsenal hefur rætt við Allegri

Massimilano Allegri hefur rætt við Arsenal.
Massimilano Allegri hefur rætt við Arsenal. AFP

Forsvarsmenn Arsenal hafa rætt við Massimiliano Allegri, fyrrverandi knattspyrnustjóra Juventus, um að taka við stjórnartaumunum hjá liðinu. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Talið er að stjórnarmenn Arsenal hafi upphaflega viljað fá José Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóra Tottenham Hotspur, til að taka við liðinu áður en Unai Emery var rekinn. Í kjölfar ráðningar hans til Tottenham hafi hins vegar verið leitað á önnur mið.

Greint var frá því í morgun að Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Napoli, væri ofarlega á blaði hjá Arsenal, en svo virðist sem Allegri sé nú líklegastur. Allegri yfirgaf Juventus síðasta sumar þar sem hann vann ítölsku deildina fimm sinnum ásamt því að sigra bikarkeppnina fjórum sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert