Enn ein stjóraskiptin í aðsigi

Það gengur lítið upp hjá Quique Sanchez Flores og Watford ...
Það gengur lítið upp hjá Quique Sanchez Flores og Watford þessa dagana. AFP

Framtíð knattspyrnustjórans Quique Sanchez Flores hangir á bláþræði eftir að lið hans Watford tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Watford situr á botninum og tapaði 2:1 gegn Southampton í mikilvægum fallslag í gær en þetta var fimmta tap liðsins í tíu leikjum undir stjórn Flores sem tók við liðinu í september eftir að Javi Gracia var látinn fara.

Forráðamenn félagsins hafa verið að funda um framtíð stjórans um helgina og gætu þeir jafnvel tekið ákvörðun í dag en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Fari svo að Flores verði látin fara verða þetta tíundu stjóraskipti Watford frá því að Pozzo-fjölskyldan eignaðist félagið í júní 2012.

Þetta er í annað sinn sem Flores stýrir liði Watford en hann hætti sem stjóri Wat­ford árið 2016 eft­ir eitt tíma­bil í úr­vals­deild­inni. Liðið hafnaði í 13. sæti og komst í undanúr­slit ensku bik­ar­keppn­inn­ar en Spán­verj­inn geðþekki hætti þegar hon­um og for­ráðamönn­um fé­lags­ins kom ekki sam­an um ár­ang­ur fé­lags­ins.

mbl.is