Eins slæmt og það gat orðið hjá Jóhanni Berg (myndskeið)

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið frá keppni síðan hann meiddist í landsleiknum við Frakkland á Laugardalsvelli í október. Jóhann ræddi við Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport fyrir leik Burnley og Manchester City sem nú er í gangi. 

„Ég tognaði frekar alvarlega aftan í lærinu og var með langa rifu. Þetta var eins slæmt og það gat verið. Ég er byrjaður núna á grasinu með sjúkraþjálfaranum og ætti að byrja að æfa með liðinu í næstu viku. Þetta er allt í rétta átt, en þetta var auðvitað gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jóhann. Hann vildi ólmur spila á móti meisturunum í kvöld.

„Það er auðvitað svekkjandi að geta ekki spilað. Maður er orðinn vanur því að vera á hliðarlínunni sem er hundleiðinlegt. Vonandi verð ég kominn aftur á völlinn sem fyrst,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert