Dramatískt jöfnunarmark tekið af West Ham (myndskeið)

David Moyes og lærisveinar hans í West Ham þurftu að sætta sig við 1:0-tap gegn Sheffield United á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Oliver McBurnie skoraði sigurmark leiksins á 53. mínútu og þar við sat.

West Ham jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma þegar Declan Rice vann boltann á miðsvæðinu, geystist í átt að marki og lagði hann Robert Snodgrass sem skoraði af stuttu færi í stöngina og inn.

Markið var hins vegar dæmt eftir að stuðst hafði verið við myndbandsdómgæslu en dómari leiksins, Michael Oliver, ákvað að dæma markið af eftir það. Hann mat það sem svo að Rice hefði handleikið knöttinn í aðdraganda marksins og það fékk því ekki að standa.

Robert Snodgrass fagnar marki sínu í kvöld en það fékk …
Robert Snodgrass fagnar marki sínu í kvöld en það fékk ekki að standa. AFP
mbl.is