Mögnuð endurkoma Úlfanna (myndskeið)

Wolves vann magnaðan 3:2-útisigur á Southampton eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Southampton hefur gengið afar vel undanfarið og náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Gestirnir áttu þó heldur betur eftir að svara fyrir sig í síðari hálfleik með Raúl Jiménez fremstan í flokki en sóknarmaðurinn hefur verið frábær í vetur.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is