Sá eftir að hafa haft kórónuveiruna í flimtingum

Dele Alli, leikmaður Tottenham.
Dele Alli, leikmaður Tottenham. AFP

Dele Alli, leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðist afsökunar á að hafa  gert grín að kórónuveirunni sem nú herjar á Kína og hefur valdið mörgum dauðsföllum þar, ásamt því að breiðast til annarra landa.

Alli birti myndskeið á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann gerði grín að veirunni en hann hefur nú fjarlægt það og skrifað eftirfarandi í staðinn:

„Hæ, þetta er Dele. Ég vildi bara biðjast afsökunar á myndskeiðinu sem ég setti á Snapchat í gær. Þetta  var ekki fyndið, ég áttaði mig strax á því og  fjarlægði það. Þetta var sjálfum mér til minnkunar og ég brást félagi mínu með þessu.“

mbl.is