Hefur ekki áhyggjur af djamminu hjá Maddison

James Maddison hefur leikið mjög vel með Leicester í vetur.
James Maddison hefur leikið mjög vel með Leicester í vetur. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, kveðst ekki hafa þungar áhyggjur þótt birtar hafi verið myndir af James Maddison, leikmanni liðsins, að skemmta sér rækilega í vetrarfríinu en samkvæmt þeim sletti hann ærlega úr klaufunum á skemmtistað í Dubai.

„Þetta er 23 ára gamall einhleypur strákur sem fékk vikufrí í vinnunni. Við reynum að uppfræða okkar leikmenn eins og við best getum en ég hef ekki sérstaklega miklar áhyggjur af þessu, satt best að setja, sagði Rodgers á fréttamannafundi í dag en lið hans sækir Wolves heim í úrvalsdeildinni annað kvöld.

Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Maddison sem áður hefur verið gagnrýndur fyrir að skemmta sér en hann var gagnrýndur fyrir að fara á spilavíti eftir tapleik Englands í undankeppni EM í haust.

„Ég get bara dæmt hann af þeim tíma sem ég hef verið hjá félaginu, sem er tæpt ár, og hann hefur verið algjörlega frábær. Utan vallar líka, þar er hann stórskemmtilegur. Virkilega heillandi ungur maður sem ber virðingu fyrir öllum. Hann kann vel að meta það sem hann hefur hér hjá Leicester," sagði Rodgers.

Tvær twitterfærslur um Maddison í Dubai má sjá hér fyrir neðan:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert