Guardiola áhyggjufullur

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áhyggjur af framtíð leikmanna sinna eftir að félagið var úrskurðað í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum af UEFA.

Félagið mun að öllum líkindum áfrýja úrskurðinum en sem stendur mun félagið ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og þá var félagið sektað um 30 milljónir punda. Komi þetta bann til að standa gætu helstu stjörnur Englandsmeistaranna hugsað sér hreyfings, enda Meistaradeildin sterkasta keppni í heimi.

Samkvæmt heimildum ESPN og Guardian er Guardiola uggandi yfir stöðunni en hann fékk fyrst að frétta af banninu í gærmorgun. Þátttaka City í Meistaradeildinni á þessari leiktíð raskast ekki og er keppnin sennilega besti möguleiki félagsins á að vinna stóran titil í vor en liðið mætir Real Madríd í 16-liða úrslitunum síðar í mánuðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert