Hafa áhyggjur af fjölskyldumeðlimum

Conor Coady fyrirliði Wolves.
Conor Coady fyrirliði Wolves. AFP

Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Wolves ferðuðust í gær til Grikklands þar sem liðið mun mæta Olympiacos í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að Evangelos Maranakis eigandi félagsins hafi greinst með kórónuveiruna í vikunni. 

Í kjölfarið fóru leikmenn félagsins í veirupróf, sem öll reyndust neikvæð. Forráðamenn Wolves sendu UEFA beiðni um að fresta leiknum, en því var hafnað og flugu leikmenn enska liðsins til Grikklands í gær. 

Connor Coady, fyrirliði Wolves, hefur áhyggjur af stöðunni, sérstaklega vegna fjölskyldumeðlima leikmanna. „Við komum heim til eiginkvenna okkar og barna eftir leik og þau eru í forgangi. Við verðum að vera alveg vissir um að við séum í lagi þegar við komum heim,“ sagði Coady við Sky Sports.

mbl.is