Umdeilt tímabil spilað til enda

Enskur almenningur fjölmennti á fótboltavellina veturinn 1914-1915 til að leiða …
Enskur almenningur fjölmennti á fótboltavellina veturinn 1914-1915 til að leiða hjá sér hörmungar fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Þrátt fyrir að við séum að ganga í gegnum „fordæmalausa“ tíma er þetta ekki í fyrsta skipti sem deilt er um hvort fresta eigi eða aflýsa íþróttamótum.

Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á 4. ágúst árið 1914 ákvað stjórn ensku deildakeppninnar í fótbolta að hefja nýtt tímabil 1. september eins og ekkert hefði í skorist. Og þrátt fyrir ástandið á Bretlandseyjum og í heiminum var það spilað til enda og því lauk í apríl 1915.

Knattspyrnusagnfræðingurinn Richard Foster fjallar um þetta óvenjulega tímabil í grein í The Guardian og segir að aðalástæðan fyrir því að fótboltinn hélt velli hafi verið sú að hann hafi hjálpað almenningi til að dreifa huganum og geta gleymt um stund hörmungarfréttum sem bárust frá vígstöðvum stríðsins.

Þetta var hins vegar umdeilt í þjóðfélaginu. Margir voru á því að fullfrískir karlmenn ættu ekki að vera að spila fótbolta á meðan jafnaldrar þeirra berðust í skotgröfum á meginlandi Evrópu. Keppni í ruðningi var þegar hætt og í krikket var lið Surrey krýndur enskur meistari þótt keppni væri ekki lokið.

„Ef fótboltamaður er heill heilsu á hann að skunda í stríð og sinna sínum skyldum,“ skrifaði rithöfundurinn Arthur Conan Doyle sem er þekktastur fyrir sögur sínar um einkaspæjarann Sherlock Holmes.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert