Komum sterkari, betri og feitari til baka

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að hann sakni fótboltans, en á sama tíma hvetur hann fólk til að halda sig innandyra á meðan kórónuveiran herjar á heimsbyggðina. 

Guardiola gaf yfirvöldum á Spáni eina milljón evra í baráttunni við veiruna og í dag birti heimasíða Manchester City myndband af Guardiola þar sem hann kom skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna félagsins. 

„Við söknum lífsins sem við höfðum fyrir nokkrum dögum, en núna þurfum við að hlusta á vísindamennina, læknana og hjúkrunarfræðingana.

Þið eruð fótboltafjölskyldan mín og við gerum allt sem við getum til að koma til baka. Við komum sterkari, betri og aðeins feitari til baka. Farið varlega og verið heima,“ sagði Guardiola. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert