Tottenham tekur stórt lán

Tottenham Hotspur-völlurinn er í London.
Tottenham Hotspur-völlurinn er í London. AFP

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Tottenham Hotspur hefur tekið 175 milljón punda lán frá Englandsbanka til að sporna við gríðarlegu tapi vegna kórónuveirunnar sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarna mánuði. Félagið áætlar að það tapi um 200 milljónum vegna faraldursins.

Félagið nýtti sér úrræði stjórnvalda til að senda starfsfólk sitt í launað leyfi í upphafi faraldursins en sneri þeirri ákvörðun við eftir mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum. Enska úrvalsdeildin hefur göngu sína aftur 17. júní eftir þriggja mánaða hlé og stendur til að klára þær níu umferðir sem eftir eru í sumar.

mbl.is