Mega kaupa leikmenn í byrjun október

Liverpool má kaupa leikmenn í byrjun október.
Liverpool má kaupa leikmenn í byrjun október. AFP

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefur staðfest að félagaskiptaglugginn verður opnaður 27. júlí næstkomandi og verður hann opinn í tíu vikur eða til 5. október.

Hefur opnun gluggans verið breytt vegna afleiðinga kórónuveirunnar, en glugganum er venjulega lokað snemma í ágúst. 

Þá verður sérstakur gluggi opinn á Englandi frá 5. október til 18. október þar sem félög ensku úrvalsdeildarinnar geta keypt leikmenn úr neðri deildum Englands. 

Verður glugginn aftur opnaður í janúar eins og venja er.  

mbl.is