Eitthvað hrokafullt við þetta (myndskeið)

Tóm­as Þór Þórðar­son, Freyr Al­ex­and­ers­son og Bjarni Þór Viðars­son voru ekki sáttir með hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk sem gerðist sekur um slæm mistök í leik Liverpool gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vikunni.

Liverpool getur ekki lengur bætt stigametið í deildinni eftir tapið gegn Arsenal. „Þessi mistök sem Liverpool gerir, fyrst Van Dijk og svo Alisson. Eru menn bara orðnir saddir?“ spurði Tómas Þór í þættinum Vellinum á Símanum Sport en Liverpool hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum eftir að liðið innsiglaði Englandsmeistaratitilinn.

„Þeir gera tvenn mistök sem er ekki hægt að setja á neitt annað en einbeitingarleysi. Ég elska Virgil van Dijk, hann er stórkostlegur leikmaður og persónuleiki en það er eitthvað í þessu atviki sem er hrokafullt,“ sagði Freyr um atvikið þegar Van Dijk gefur Lundúnaliðinu mark en atvikið og umræðurnar má sjá í spilaranum hér að ofan.

Virgil Van Dijk gerði slæm mistök gegn Arsenal.
Virgil Van Dijk gerði slæm mistök gegn Arsenal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert