Á óskalista Liverpool

Liverpool vill kaupa Jamal Lewis af Norwich.
Liverpool vill kaupa Jamal Lewis af Norwich. AFP

Englandsmeistarar Liverpool hafa áhuga á að kaupa bakvörðinn Jamal Lewis frá Norwich. Er Lewis falur á um 10 milljónir punda og er honum ætlað að berjast um vinstri bakvarðarstöðuna við Andy Robertson. 

Lewis, sem er 22 ára, lék 28 leiki með í Norwich í ensku úrvalsdeildinni á liðinni leiktíð en gat ekki komið í veg fyrir fall niður í B-deildina. 

Norwich vill fá Yasser Larouci frá Liverpool í staðinn en Larouci er 19 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Hefur Larouci aðeins spilað tvo leiki með Liverpool og vill færa sig um set. 

mbl.is